Injera

Injera er helsta brauðið í Eþíópíu. Það er þunnt eins og pönnukaka, og á það eru settir réttir eins og Wots, Tibs og Fitfit. Réttirnir eru borðaðir með því að rífa bita af Injera og nota til að skófla upp munnfylli.

Injera hefur mjög ákveðið bragð, og er einkennandi fyrir Eþíópíu. Það er að mestum hluta búið til úr Teff korni. Teff er mjög smágert korn, og aðeins í Eþíópíu er það undirstaða fæðu (í öðrum heimshlutum er það tengt venjulegu grasi). Hægt er að rekja sögu Teff í Eþíópíu til áranna milli 4000 og 1000 fyrir Krist. Teff fræ fundust í píramída sem var trúlega reistur árið 3359 fyrir Krist.

Það tekur venjulega tvo til þrjá daga að búa til Injera. Teff kornið er malað í duft, og því síðan blandað saman við vatn, ger og örlitlu af blómum. Þessi blanda er látin standa í herbergishita i tvo daga, og við það gerjast hún og lyftist. Á öðrum degi fer hún að gefa frá sér sterka lykt, því við gerjunina myndast loftbólur. Þetta skapar hið hið sérstaka bragð Injera.

Eftir að gerjuninni er lokið er deigið bakað á heitri, flatri járnpönnu sem heitir Mitad. Pannan er hreyfð í hringi til að brauðið verði þunnt. Þegar hið gerjaða deig snertir heita pönnuna losna þúsundir af örlitlum loftbólum, og við það myndast á yfirborðinu fjöldi augna, sem gefa Injera sérstakt útlit.

Sú hlið sem snýr að pönnunni verður slétt, en sú sem snýr upp hefur litlar holur í þúsundatali. Þetta gerir brauðið mjög hentugt til að hreinsa upp sósur og mat.

Veitingahús munu bera rétti ykkar fram á Injera, og einnig fáið þið aukaskammt af Injera, ýmist upprúllað eða brotið saman. Ef brauðið klárast fáið þið meira á aukagjalds.

Teff – smæsta kornið

Teff er eitt minnsta korn í heimi; er innan við millimeter í þvermál. Eitt hveitikorn er álíka stórt og 150 Teff korn. Álitið er að Teff hafi heppilegt magn amínósýra og lýsin. Einn bolli af soðnu Teff inniheldur 387 milligrömm af kalsín (40% af ráðlögðum dagsskammti, sem er meira en mjólk hefur), 15 milligrömm af járni (100% ráðlagður dagsskammtur, og helmingi meira en hveiti og bygg). Teff inniheldur mikið magn af prótíni og trefjum. Einnig bór, kopar, fósfati og sinki.

Að borða með Injera – Leiðbeiningar

Athugið:

hlið A = með holum

hlið B = slétta hliðin

Notið aðra höndina (sama hvort það er sú vinstri eða hægri)

  1. Rífið af smábita (lófastærð)
  2.  Hlið A – sú með holunum snýr að matnum
  3. Mokið upp sósunni eða matnum með Injera (svipuð aðferð og er notuð af indjánum og íbúum Mið-austurlanda
  4. Notið fingurna til að styðja við svo bitar detti ekki þegar þið færið matinn upp í munninn
  5. Það er í lagi að að blanda saman tegundum í hverri munnfylli
  6. Að lokum getið þið borðað Injera brauðið í botninum, sem maturinn var fyrst settur á. Það er nú or orðið blautt í gegn af sósunni og fullt af bragðefnum.

Gursha / að mata borðnauta sína

í Eþíópíu er siður, lítt þekktur annars staðar, að mata gesti, eða heiðursgesti, meðan á máltíð stendur. Þetta er virðingarvottur, en kemur gestum oft á óvart. Stundum svarar gesturinn í sömu mynt og matar gestgjafa sinn. Samkvæmt hefðinni er Gursha oft stærri munnfylli en venjulega. Það er í lagi að afþakka Gursha; það móðgar engan.

Lokaorð:

Verið óhrædd við að biðja þjónustfólkið að sýna ykkur réttu handtökin.

Gerið ráð fyrir nokkrum mistökum. Rétta aðferðin lærist eftir 4-5 munnbita.,