Kaffihefðir í Eþíópíu

Arabica kaffibaunin er formóðir allra kaffibauna. Saga hennar er rakin til fjallahéraðs í vestur-Eþíópíu, sem heitir KAFFA, frá því nálægt 1000 fyrir Krist, og þaðan var hún flutt fyrir mynni Rauðahafsins til Yemen.
Arabica fékk nafn sitt á sjöundi öld þegar baunin var flutt yfir Rauðahafið frá Eþíópíu til svæðis sem nú heitir Yemen og á Arabíuskagann (þess vegna arabica).

Eitt það ánægjulegasta sem hægt er að taka þátt í á Eþíópiska Minilik veitingastaðnum okkar er Eþíópiska kaffihefðin. Gestir geta fylgst með frá byrjun til enda hvernig kaffið er búið til með viðhöfn. Í Eþíópíu heitir kaffi “Bunna” (Boo-na).
Athöfnin hefst með því að komið er með þvegnar kaffibaunir og þær brenndar á þar til gerðri pönnu í litlum kolaofni. Pannan líkist helst gamaldags poppkornspönnu, og er með mjög löngu skafti, til þess að sá sem heldur á henni brenni sig ekki á eldinum.
Þegar hér er komið sögu eru flest skilningarvit gestanna þátttakendur í athöfninni; pannan er hrist fram og til baka svo baunirnar brenni ekki við (hljóðið er eins og þegar smápeningar eru hristir í blikkdós), kaffibaunirnar byrja að springa (hljómar eins og poppkorn), og það eftirminnanlegasta er þegar brenndar baunirnar eru bornar um herbergið þannig að ilmurinn af nýbrenndu kaffi umlykur allt.

Hið brennda kaffi er síðan sett í lítið tæki sem kallast “Mukecha” (moo-ke-ch-a) til mölunar. En Minilik veitingastaðurinn hefur nú komið sér upp nútíma tæki til að mala kaffið. Þetta er gert til að spara tíma, án þess að það skemmi að ráði hinn hefðbundna svip undirbúningsins.
Fyrir þá sem áhuga hafa: mukecha er þung skál úr tré, sem baunirnar eru settar í og annað verkfæri, zenezena, sem er stautur úr tré eða málmi, er notað til að mala baunirnar með taktföstum slögum.

Hið malaða nýbrennda kaffiduft er síðan sett í hefðbundinn leirpott sem heitir “jebena” (J-be-na) ásamt vatni, og soðið yfir opnum eldi í kolaofninum. Aftur fyllist herbergið ilmi af sjóðandi kaffi.
Þegar suðan kemur upp er kaffið borið fram í litlum bollum sem heita “cini” (si-ni), en þetta eru mjög litlir heimagerðir bollar.
Þið hafið nú fylgst með öllu ferlinu, þegar kaffibaunirnar eru þvegnar, brenndar, malaðar og soðnar, og nú er komið að hámarkinu, – fyrsta sopanum. Nú er athöfninni lokið á veitingastaðnum okkar, en í Eþíópíu er hefð fyrir því að gestir bíði þess að fá annan skammt af kaffi, og jafnvel hinn þriðja. Annar og þriðji skammtur er svo mikilvægur að hver um sig hefur sitt eigið nafn. Fyrsti bollinn er kallaður “Abol”, bolli númer tvö heitir “Tona” (annar), og sá þriðji er “Bereka”. Fyrir annan og þriðja skammtinn er kaffið ekki malað, heldur er skilið eftir kaffiduft í þessum tilgangi.